Hoppa beint í efnið

Hvaðan kom eiginkona Kains?

Hvaðan kom eiginkona Kains?

Svar Biblíunnar

Kain, elsti sonur fyrstu hjónanna, giftist einni af systrum sínum eða náskyldri frænku sinni. Þessa ályktun má draga af frásögn Biblíunnar af Kain og fjölskyldu hans.

Staðreyndir um Kain og fjölskyldu hans

  • Allt mannkynið á ættir sínar að rekja til Adams og Evu. Guð „skóp og af einum [Adam] allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar“. (Postulasagan 17:26) Eva, eiginkona Adams, „varð móðir allra sem lifa“. (1. Mósebók 3:20) Þess vegna hlýtur eiginkona Kains líka að hafa verið afkomandi Adams og Evu.

  • Kain og Abel bróðir hans voru elstir margra barna sem Eva eignaðist. (1. Mósebók 4:1, 2) Þegar Kain var rekinn burt fyrir að drepa bróður sinn, kvartaði hann og sagði: Nú „getur hver sem finnur mig drepið mig“. (1. Mósebók 4:14) Hverja óttaðist Kain? Í Biblíunni segir að Adam hafi ,getið syni og dætur‘. (1. Mósebók 5:4) Það er greinilegt að Kain gat stafað ógn af öðrum afkomendum Adams og Evu sem voru ættingjar hans.

  • Snemma í mankynsögunni var ekki óalgengt að fólk giftist ættingjum sínum. Hinn trúfasti Abraham giftist til dæmis hálfsystur sinni. (1. Mósebók 20:12) Fyrsta bannið við slíkum hjónaböndum var í Móselögunum sem tóku gildi mörgum öldum eftir daga Kains. (3. Mósebók 18:9, 12, 13) Ætla má að þá hafi fæðingagallar ekki verið eins algengir og nú hjá börnum náskyldra foreldra.

  • Frásögn Biblíunnar af Adam, Evu og fjölskyldu þeirra er hluti af nákvæmri mannkynssögu. Nákvæma ættartölu allt aftur til Adams er ekki bara að finna í 1. Mósebók, sem Móse skrifaði, heldur líka í ritum sagnaritaranna Esra og Lúkasar. (1. Mósebók 5:3-5; 1. Kroníkubók 1:1-4; Lúkas 3:38) Biblíuritararnir vitna í frásöguna af Kain sem sögulega staðreynd. – Hebreabréfið 11:4; 1. Jóhannesarbréf 3:12; Júdasarbréfið 11.