Hoppa beint í efnið

Hvað er helja eða helvíti? Er það staður eilífra þjáninga?

Hvað er helja eða helvíti? Er það staður eilífra þjáninga?

Svar Biblíunnar

Sumir biblíuþýðendur nota orðið „helja“ í stað hebreska orðsins „séol“ eða gríska orðsins „hades“, sem eru bæði orð yfir sameiginlega gröf mannkynsins. (Sálmur 16:10; Postulasagan 2:27) Margir trúa á brennandi helvíti líkt því sem má sjá á meðfylgjandi mynd. En Biblían kennir þó allt annað:

  1. Þeir sem eru í helju eru meðvitundarlausir og finna ekki fyrir sársauka. „Í dánarheimum ... er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ – Prédikarinn 9:10.

  2. Gott fólk fer til helju. Trúfastir menn eins og Jakob og Job vonuðust til að fara þangað. – 1. Mósebók 37:35; Jobsbók 14:13.

  3. Launin fyrir syndina eru dauði en ekki þjáning í logandi víti. „Dauður maður er leystur frá syndinni.“ – Rómverjabréfið 6:7.

  4. Eilífar þjáningar stríða gegn réttlæti Guðs. (5. Mósebók 32:4) Þegar fyrsti maðurinn, Adam, syndgaði sagði Guð honum að refsing hans yrði einfaldlega sú að hann fengi ekki lengur að vera til: „Mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.“ (1. Mósebók 3:19) Guð hefði í raun logið ef hann hefði sent Adam ofan í brennandi víti.

  5. Eilífar þjáningar koma Guði ekki til hugar. Sú hugmynd að Guð refsi mönnum í helvítiseldi gengur þvert á þá kenningu Biblíunnar að ‚Guð sé kærleikur‘. – 1. Jóhannesarbréf 4:8; Jeremía 7:31.