Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hvað er helja eða helvíti? Er það staður eilífra þjáninga?

Hvað er helja eða helvíti? Er það staður eilífra þjáninga?

Svar Biblíunnar

Sumir biblíuþýðendur nota orðið „helja“ í stað hebreska orðsins „séol“ eða gríska orðsins „hades“, sem eru bæði orð yfir sameiginlega gröf mannkynsins. (Sálmur 16:10; Postulasagan 2:27) Margir trúa á brennandi helvíti líkt því sem má sjá á meðfylgjandi mynd. En Biblían kennir þó allt annað:

  1. Þeir sem eru í helju eru meðvitundarlausir og finna ekki fyrir sársauka. „Í dánarheimum ... er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ – Prédikarinn 9:10.

  2. Gott fólk fer til helju. Trúfastir menn eins og Jakob og Job vonuðust til að fara þangað. – 1. Mósebók 37:35; Jobsbók 14:13.

  3. Launin fyrir syndina eru dauði en ekki þjáning í logandi víti. „Dauður maður er leystur frá syndinni.“ – Rómverjabréfið 6:7.

  4. Eilífar þjáningar stríða gegn réttlæti Guðs. (5. Mósebók 32:4) Þegar fyrsti maðurinn, Adam, syndgaði sagði Guð honum að refsing hans yrði einfaldlega sú að hann fengi ekki lengur að vera til: „Mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa.“ (1. Mósebók 3:19) Guð hefði í raun logið ef hann hefði sent Adam ofan í brennandi víti.

  5. Eilífar þjáningar koma Guði ekki til hugar. Sú hugmynd að Guð refsi mönnum í helvítiseldi gengur þvert á þá kenningu Biblíunnar að ‚Guð sé kærleikur‘. – 1. Jóhannesarbréf 4:8; Jeremía 7:31.