Hoppa beint í efnið

Hvað er heilagur andi?

Hvað er heilagur andi?

Svar Biblíunnar

 Heilagur andi er máttur Guðs í verki, starfskraftur hans. (Míka 3:8; Lúkas 1:35) Guð sendir út anda sinn með því að beina kröftum sínum á hvern þann stað þar sem hann vill framkvæma vilja sinn. – Sálmur 104:30; 139:7.

 Í Biblíunni er orðið „andi“ þýðing á hebreska orðinu ruach og gríska orðinu pnevma. Oftast eiga þessi orð við starfskraft Guðs, eða heilagan anda. (1. Mósebók 1:2) En Biblían notar þessi orð líka í öðrum merkingum:

 Þessar merkingar fela allar í sér eitthvað sem er ósýnilegt mönnum en hefur sýnileg áhrif. Á svipaðan hátt er andi Guðs, „rétt eins og vindurinn, ósýnilegur, óefnislegur og kraftmikill“. – An Expository Dictionary of New Testament Words eftir W. E. Vine.

 Biblían talar líka um heilagan anda Guðs sem ,hendur‘ hans eða ,fingur‘. (Sálmur 8:4; 19:2; Lúkas 11:20; samanber Matteus 12:28.) Rétt eins og iðnaðarmaður notar hendur sínar og fingur við vinnuna hefur Guð notað anda sinn til að koma mörgu til leiðar. Nokkur dæmi um það eru eftirfarandi:

Heilagur andi er ekki persóna

 Biblían sýnir að heilagur andi er ekki persóna með því að tala um hann sem ,hendur‘ Guðs, ,fingur‘ hans eða ,blástur‘. (2. Mósebók 15:8, 10) Hendur iðnaðarmanns geta ekki unnið nema hann stýri þeim með huga sínum og líkama. Á sama hátt vinnur andi Guðs ekki nema Guð stýri honum. (Lúkas 11:13) Biblían líkir anda Guðs auk þess við vatn og tengir hann við trú og þekkingu. Þessar samlíkingar benda allar á ópersónulegt eðli heilags anda. – Jesaja 44:3; Postulasagan 6:5; 2. Korintubréf 6:6.

 Biblían greinir frá nöfnum Jehóva Guðs og sonar hans Jesú Krists en hún nefnir heilagan anda hvergi á nafn. (2. Mósebók 6:3, neðanmáls; Lúkas 1:31) Þegar kristni píslarvotturinn Stefán fékk himneska sýn sá hann aðeins tvær persónur, ekki þrjár. Í Biblíunni segir: „Hann horfði til himins fullur af heilögum anda og sá dýrð Guðs og Jesú standa honum til hægri handar.“ (Postulasagan 7:55) Heilagur andi var máttur Guðs í verki sem gerði Stefáni kleift að sjá sýnina.

Ranghugmyndir um heilagan anda

 Ranghugmynd: Heilagur andi er persóna og hluti af þrenningunni eins og kemur fram í 1. Jóhannesarbréfi 5:7 í íslensku biblíunni frá 2010.

 Staðreynd: Í íslensku biblíunni frá 2010 segir í 1. Jóhannesarbréfi 5:7: „Í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt. Og þeir eru þrír sem vitna á jörðunni.“ En rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi orð voru ekki rituð af Jóhannesi postula og eiga því ekki heima í Biblíunni. Prófessor Bruce M. Metzger skrifaði: „Það er alveg öruggt að þessi orð eru fölsuð og eiga engan rétt á að standa í Nýja testamentinu.“ – A Textual Commentary on the Greek New Testament.

 Ranghugmynd: Biblían persónugerir heilagan anda og það sannar að hann er persóna.

 Staðreynd: Biblían persónugerir stundum heilagan anda en það sannar ekki að heilagur andi sé persóna. Biblían persónugerir líka speki, dauða og synd. (Orðskviðirnir 1:20; Rómverjabréfið 5:17, 21) Viska er til dæmis sögð vinna ,verk‘ og eiga ,börn‘ og syndinni er lýst þannig að hún tæli, drepi og veki girndir. – Matteus 11:19; Lúkas 7:35, neðanmáls; Rómverjabréfið 7:8, 11.

 Þegar Jóhannes postuli vitnaði í orð Jesú persónugerði hann einnig heilagan anda og kallaði hann ,hjálpara‘ sem myndi sanna, leiða, tala, heyra, boða, upphefja og taka við. Hann notaði persónufornafn í karlkyni eins og „hann“ eða „honum“ þegar hann talaði um þennan ,hjálpara‘. (Jóhannes 16:7–15) Hann gerði það vegna þess að gríska orðið fyrir ,hjálpara‘ (parakletos) er nafnorð í karlkyni og þess vegna þarf að nota persónufornafn í karlkyni samkvæmt grískum málfræðireglum. Þegar Jóhannes talaði um heilagan anda með því að nota hvorugkynsnafnorðið pnevma notaði hann hvorugkynsfornafn. – Jóhannes 14:16, 17.

 Ranghugmynd: Skírn í nafni heilags anda sannar að hann er persóna.

 Staðreynd: Biblían notar stundum orðið ,nafn‘ til tákns um mátt eða vald. (5. Mósebók 18:5, 19–22; Esterarbók 8:10) Það er notað á svipaðan hátt í orðatiltækinu „í nafni laganna“ en það þýðir ekki að lögin séu persóna. Einstaklingur sem er skírður „í nafni“ heilags anda gerir sér grein fyrir mætti heilags anda og hlutverki hans í að koma vilja Guðs til leiðar. – Matteus 28:19.

 Ranghugmynd: Postular Jesú og aðrir lærisveinar á fyrstu öld trúðu að heilagur andi væri persóna.

 Staðreynd: Hvorki Biblían né sagan styðja það. Í Encyclopædia Britannica segir: „Sú skilgreining að heilagur andi sé sjálfstæð guðleg persóna ... kom fyrst upp á kirkjuþinginu í Konstantínópel árið 381.“ Það var meira en 250 árum eftir að síðasti postulinn dó.