Hoppa beint í efnið

Leyfir Biblían hjónaskilnað?

Leyfir Biblían hjónaskilnað?

Svar Biblíunnar

 Biblían leyfir hjónaskilnað. Hins vegar tilgreinir Jesús aðeins eina viðurkennda ástæðu fyrir hjónaskilnaði og segir: „Sá sem skilur við konu sína, nema sakir hórdóms [kynlífs utan hjónabands], og kvænist annarri drýgir hór.“ – Matteus 19:9.

 Guð hatar hjónaskilnað sem tengist sviksemi og undirferli. Sá sem yfirgefur maka sinn fyrir litlar sakir, sérstaklega ef það er gert í þeim tilgangi að ná sér í annan maka, þarf að taka afleiðingum gerða sinna. – Malakí 2:13-16; Markús 10:9.