Hoppa beint í efnið

Segir Biblían eitthvað um hjónaband samkynhneigðra?

Segir Biblían eitthvað um hjónaband samkynhneigðra?

Svar Biblíunnar

 Skapari okkar setti reglur um hjónabandið löngu áður en stjórnvöld fóru að setja lagaákvæði um hjónabönd. Í fyrstu bók Biblíunnar segir: „Af þessum sökum yfirgefur maður föður sinn og móður sína og býr með eiginkonu sinni, og þau verða eitt.“ (1. Mósebók 2:24) Hebreska orðið, sem er þýtt eiginkona, „felur í sér merkinguna kvenkyns mannvera“, samkvæmt Vine’s Expository Dictionary of Biblical Words. Jesús staðfesti að hjónabandið væri aðeins fyrir „karl og konu“. – Matteus 19:4.

 Það var ætlun Guðs að hjónabandið yrði varanlegt og hamingjuríkt samband karls og konu. Karlar og konur eru sköpuð þannig að þau bæti hvort annað upp og geti því uppfyllt tilfinningalegar og kynferðislegar þarfir og eignast börn.