Hoppa beint í efnið

Hefur Biblíunni verið breytt?

Hefur Biblíunni verið breytt?

Nei, samanburður gamalla handrita sýnir að Biblían hefur í grundvallaratriðum haldist óbreytt þótt hún hafi verið afrituð á forgengilegt efni í árþúsundir.

Þýðir það að villur hafi aldrei slæðst inn við afritun?

Forn handrit hafa fundist í þúsunda tali. Í sumum þeirra eru frávik á nokkrum stöðum, sem bendir til þess að mistök hafi verið gerð við afritun. Þetta eru oftast smávægileg frávik sem breyta ekki merkingu textans. En á nokkrum stöðum hefur komið í ljós talsverður munur. Í sumum tilvikum lítur út fyrir að það hafi verið reynt að breyta boðskap Biblíunnar fyrir löngu. Lítum á tvö dæmi:

  1. Í 1. Jóhannesarbréfi 5:7 má finna eftirfarandi orð í nokkrum eldri biblíuþýðingum: „Í himninum: Faðirinn, orðið og heilagur andi, og þessir þrír eru eitt.“ Hins vegar staðfesta áreiðanleg handrit að þessi orð var ekki að finna í frumtextanum. Þeim var bætt við seinna. * Þess vegna er þessum orðum sleppt í áreiðanlegum nútíma biblíuþýðingum.

  2. Nafn Guðs má finna mörg þúsund sinnum í fornum biblíuhandritum. Samt hafa titlar eins og „Drottinn“ eða „Guð“ verið settir í staðinn fyrir nafnið í mörgum biblíuþýðingum.

Hvernig getum við verið viss um að fleiri villur eigi ekki eftir að koma í ljós?

Það mörg handrit hafa fundist að aldrei hefur verið eins auðvelt að koma auga á villur. * Hvað hefur samanburður þessara rita leitt í ljós varðandi nákvæmni Biblíunnar nú á dögum?

  • „Það er óhætt að segja að engu öðru verki úr fornöld hafi verið skilað áfram af slíkri nákvæmni,“ fullyrti fræðimaðurinn William H. Green í athugasemdum sínum um texta hebreska hluta Biblíunnar (Gamla testamentisins).

  • Fræðimaðurinn Frederick F. Bruce segir um gríska hluta Biblíunnar (Nýja testamentið): „Það eru margfalt sterkari rök fyrir því að rit Nýja testamentisins séu áreiðanleg en mörg af ritum klassískra höfunda, en engum dettur þó í hug að véfengja þau.“

  • Sir Frederic Kenyon, þekktur biblíuhandritafræðingur sagði: „Maður getur tekið sér alla Biblíuna í hönd og sagt óhikað og óttalaust að hún hafi að geyma hið sanna orð Guðs sem borist hefur frá kynslóð til kynslóðar í aldanna rás án þess að tapa nokkru sem máli skiptir.“

Hvaða fleiri rök höfum við sem fullvissa okkur um að Biblían hafi borist okkur óbreytt?

  • Bæði gyðingar og kristnir afritarar varðveittu frásögur sem afhjúpa alvarleg mistök fólks Guðs. * (4. Mósebók 20:12; 2. Samúelsbók 11:2-4; Galatabréfið 2:11-14) Sömuleiðis varðveittu þeir frásögur sem fordæmdu Gyðingaþjóðina fyrir óhlýðni og afhjúpuðu kennisetningar manna. (Hósea 4:2; Malakí 2:8, 9; Matteus 23:8, 9; 1. Jóhannesarbréf 5:21) Með því að afrita þessar frásögur af einstakri nákvæmni, sýndu afritararnir að þeir voru áreiðanlegir og mátu heilagt orð Guðs mikils.

  • Er ekki skynsamlegt að álykta sem svo að fyrst Guð innblés mönnum að skrifa Biblíuna sjái hann líka til þess að hún varðveitist óbreytt? * (Jesaja 40:8; 1. Pétursbréf 1:24, 25) Þegar öllu er á botninn hvolft, þá var það vilji hans að Biblían gagnaðist ekki aðeins fólki til forna heldur okkur líka. (1. Korintubréf 10:11) Sem sagt, „allt það sem áður er ritað er ritað okkur til fræðslu til þess að við héldum von okkar vegna þess þolgæðis og uppörvunar sem ritningarnar gefa.“ – Rómverjabréfið 15:4.

  • Jesús og fylgjendur hans vitnuðu í afrit af hebreska hluta Biblíunnar án þess að efast um nákvæmni þessara fornu texta. – Lúkas 4:16-21; Postulasagan 17:1-3.

^ gr. 5 Þessi orð eru ekki í Codex Sinaiticus, Codex Alexandrinus, Vatican handriti 1209, upprunalegu latnesku Vúlgata-þýðingunni, Philoxenian-Harclean, sýrlensu útgáfunni eða Peshitta á sýrlensku.

^ gr. 8 Tökum dæmi. Fundist hafa rúmlega 5.000 handrit á grísku sem tilheyra gríska hluta Biblíunnar (Nýja testamentinu).

^ gr. 13 Í Biblíunni er ekki gefið í skyn að fulltrúar Guðs á jörð hafi verið óskeikulir heldur er viðurkennt af raunsæi að „enginn maður er til sem ekki syndgar“. – 1. Konungabók 8:46.

^ gr. 14 Í Biblíunni segir að þótt Guð hafi ekki lesið biblíuriturunum fyrir innihald Biblíunnar orð fyrir orð, hafi hann stýrt hugsun þeirra. – 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17; 2. Pétursbréf 1:21.