Svar Biblíunnar

Já, hér eru nokkur skynsamleg ráð frá Biblíunni sem hafa hjálpað milljónum manna og kvenna að byggja upp hamingjuríkt fjölskyldulíf:

  1. Hafið hjónabandið lögformlegt. Ævarandi skuldbinding lögformlegs hjónabands er grunnurinn að hamingjuríku fjölskyldulífi. – Matteus 19:4-6.

  2. Sýnið ást og virðingu. Það felur í sér að þú komir fram við maka þinn eins og þú óskar að hann komi fram við þig. – Matteus 7:12; Efesusbréfið 5:25, 33.

  3. Forðist særandi orð. Verið vingjarnleg í tali, jafnvel þótt makinn segi eða geri eitthvað særandi. (Efesusbréfið 4:31, 32) Biblían segir í Orðskviðunum 15:1: „Mildilegt svar stöðvar bræði en fúkyrði vekja reiði.“

  4. Verið hvort öðru trú. Sýndu engum öðrum en maka þínum rómantískan eða kynferðislegan áhuga. (Matteus 5:28) Biblían segir. „Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð.“ – Hebreabréfið 13:4.

  5. Alið börnin upp með kærleika. Forðist bæði undanlátsemi og hörku. – Orðskviðirnir 29:15; Kólossubréfið 3:21.