Hoppa beint í efnið

Er frásögn Biblíunnar af lífi Jesú áreiðanleg?

Er frásögn Biblíunnar af lífi Jesú áreiðanleg?

Svar Biblíunnar

 Biblíuritarinn Lúkas sagði eftirfarandi um frásögn sína af lífi Jesú: „Nú hef ég athugað kostgæfilega allt þetta frá upphafi.“ – Lúkas 1:3.

 Sumir halda því fram að frásögnum af lífi Jesú, sem raktar eru í Guðspjöllunum og skrifaðar af samtíðarmönnum hans Matteusi, Markúsi, Lúkasi og Jóhannesi, hafi verið breytt einhverntíman á fjórðu öld.

 Snemma á 20. öld fannst hins vegar í Egyptalandi mikilvægt brot af guðspjalli Jóhannesar. Handritið er nú þekkt sem Papyrus Ryland s 457 (P52) og er varðveitt á John Rylands bókasafninu í Manchester á Englandi. Í því má sjá texta sem nú er Jóhannes 18:31-33, 37 og 38 í nútíma biblíum.

 Þetta er elsti þekkti bútur úr handriti kristnu Grísku ritninganna. Margir fræðimenn telja að það hafi verið ritað um árið 125 e.kr. aðeins aldarfjórðungi eða svo eftir að frumritið var ritað. Texti handritsins er nær fullkomlega samhljóða síðari tíma handritum.