Hoppa beint í efnið

Er fjölkvæni leyfilegt?

Er fjölkvæni leyfilegt?

Svar Biblíunnar

Um tíma leyfði Guð mönnum að taka sér fleiri en eina eiginkonu. (1. Mósebók 4:19; 16:1-4; 29:18-29) En hann innleiddi samt ekki fjölkvæni. Hann gaf Adam aðeins eina eiginkonu.

Guð fól Jesú Kristi að koma aftur á einkvæni eins og var í upphafi. (Jóhannes 8:28) Þegar Jesús var spurður út í hjónabandið sagði hann: „Skaparinn gerði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og búa með konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður.“ – Matteus 19:4, 5.

Guð innblés seinna einum lærisveina Jesú að skrifa: „Hver karlmaður [hafi] sína eiginkonu og hver kona sinn eiginmann.“ (1. Korintubréf 7:2) Biblían segir líka að sérhver giftur karlmaður, sem gegnir ábyrgðarstarfi innan safnaðarins, verði að vera „einnar konu eiginmaður“. – 1. Tímóteusarbréf 3:2, 12, neðanmáls.