Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Fjallar Biblían um fóstureyðingu?

Fjallar Biblían um fóstureyðingu?

Svar Biblíunnar

Lífið er heilagt fyrir Guði og hann lítur meira að segja á fóstur sem lifandi veru. Davíð konungur skrifaði undir innblæstri um Guð: „Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni.“ (Sálmur 139:16) Guð tók fram að fólk yrði látið svara til saka ef það skaðaði ófætt barn. Hann lítur á það sem morð þegar ófætt barn er líflátið. – 2. Mósebók 20:13; 21:22, 23.

En hvað ættu foreldrar að gera ef hættuástand skapast við barnsfæðingu og það reynist nauðsynlegt að velja milli þess að móðirin haldi lífi eða barnið? Við slíkar aðstæður þurfa hjónin að ákveða hvoru skuli reynt að bjarga.