Svar Biblíunnar

Biblían kennir ekki að Guð valdi náttúruhamförum nú á dögum. Dómar Guðs, eins og þeim er lýst í Biblíunni, eru mjög frábrugðnir náttúruhamförum.

  1. Guð refsar ekki af handahófi. Biblían segir: „Guð lítur ekki á það sem maðurinn lítur á. Maðurinn sér hið ytra en Drottinn horfir á hjartað.“ – 1. Samúelsbók 16:7.

  2. Guð lítur á hjarta hvers og eins og eyðir aðeins þeim sem hann álítur illa. – 1. Mósebók 18:23-32.

  3. Guð varar fólk við áður og gefur þeim sem hlusta á hann tækifæri til að komast undan.

Hins vegar dynja náttúruhamfarir yfir með litlum eða engum fyrirvara og það er tilviljun háð hverjir slasast eða deyja. Mannkynið hefur í sumum tilfellum stuðlað að enn meiri eyðileggingu af völdum slíkra náttúruhamfara með því að skaða náttúrulegt umhverfi og byggja á svæðum þar sem mikil hætta er á jarðskjálftum, flóðum eða fárviðri.