Hoppa beint í efnið

Er synd að spila fjárhættuspil?

Er synd að spila fjárhættuspil?

Svar Biblíunnar

Þótt ekki sé fjallað ítarlega um fjárhættuspil í Biblíunni má skilja af frumreglum hennar að það er synd í augum Guðs. – Efesusbréfið 5:17. *

  • Hvötin að baki fjárhættuspili er græðgi sem Guð hatar. (1. Korintubréf 6:9, 10; Efesusbréfið 5:3, 5) Fjárhættuspilarar vonast til að hagnast á tapi annarra en í Biblíunni er fordæmt að girnast eigur annarra. – 2. Mósebók 20:17; Rómverjabréfið 7:7; 13:9, 10.

  • Fjárhættuspil getur vakið upp ást á peningum en hún er mannskemmandi og gildir einu hvort um litlar eða miklar fjárhæðir er að ræða. – 1. Tímóteusarbréf 6:9, 10.

  • Fjárhættuspilarar eru oft hjátrúarfullir eða reiða sig á heppni. En í augum Guðs er það skurðgoðadýrkun að setja traust sitt á slíkt og samræmist þess vegna ekki tilbeiðslu á honum. – Jesaja 65:11.

  • Biblían hvetur okkur til að rækta með okkur vinnusemi frekar en löngun til að fá eitthvað fyrir ekki neitt. (Prédikarinn 2:24; Efesusbréfið 4:28) Þeir sem fara að ráðum Biblíunnar geta ,séð fyrir sér sjálfir.‘ – 2. Þessaloníkubréf 3:10, 12.

  • Fjárhættuspil getur vakið upp óheilnæman samkeppnisanda en hann er fordæmdur í Biblíunni. – Galatabréfið 5:26.

^ gr. 3 Í Biblíunni er minnst á það að spila um verðmæti aðeins í tengslum við rómverska hermenn sem köstuðu hlut um klæði Jesú. – Matteus 27:35; Jóhannes 19:23, 24.