Hoppa beint í efnið

Er Guð til?

Er Guð til?

Svar Biblíunnar

 Já, í Biblíunni er að finna óyggjandi sannanir fyrir því að Guð sé til. Í henni erum við hvött til að byggja upp trú á Guð, ekki með því að trúa í blindni á trúarlegar staðhæfingar heldur með því að „beita skynseminni“ og nota „greind“ okkar. (Rómverjabréfið 12:1; 1. Jóhannesarbréf 5:20, neðanmáls) Skoðaðu eftirfarandi rök byggð á Biblíunni:

  •   Tilvist alheims sem byggist á reglufestu og þar sem líf er að finna bendir til þess að til sé skapari. Í Biblíunni segir: „Öll hús eru auðvitað byggð af einhverjum en Guð er sá sem hefur gert allt.“ (Hebreabréfið 3:4) Þótt þetta séu einföld rök finnst mörgu vel menntuðu fólki þau áhrifamikil. a

  •   Við mennirnir höfum meðfædda þörf á að skilja þýðingu og tilgang lífsins. Það má segja að við finnum til þess konar hungurs þótt við fáum nóg að borða. Þetta er þáttur í því sem Biblían kallar „andlega þörf“. Hún felur líka í sér þörfina á að þekkja og tilbiðja Guð. (Matteus 5:3; Opinberunarbókin 4:11) Þessi andlega þörf er ekki bara sönnun fyrir því að Guð sé til heldur gefur hún til kynna að hann sé ástríkur skapari sem vilji að við fullnægjum þessari þörf. – Matteus 4:4.

  •   Ítarlegir spádómar í Biblíunni voru skrifaðir öldum áður en þeir rættust í smáatriðum. Nákvæmni þessara spádóma gefur sterklega til kynna að þeir séu af yfirnáttúrulegum uppruna. – 2. Pétursbréf 1:21.

  •   Biblíuritararnir bjuggu yfir vísindalegri þekkingu umfram skilning samtíðarmanna þeirra. Til forna trúði margt fólk því til dæmis að jörðin hvíldi á dýri eins og fíl, villigelti eða uxa. Biblían segir aftur á móti að Guð láti jörðina „svífa í geimnum“. (Jobsbók 26:7) Lögun jarðarinnar er að sama skapi réttilega lýst í Biblíunni sem „jarðarkringlunni“. (Jesaja 40:22) b Margt fólk telur að eðlilegasta skýringin á svo nútímalegum skilningi sé sú að biblíuritararnir hafi fengið upplýsingar frá Guði.

  •   Biblían gefur svör við mörgum áleitnum spurningum sem eru þess eðlis að ef þeim er ekki svarað á viðunandi hátt getur það orðið til þess að maður missir trúna á Guð. Dæmi: Ef Guð er kærleiksríkur og almáttugur hvers vegna eru þá þjáningar og illska í heiminum? Hvers vegna eru trúarbrögð svona oft hvati til ills frekar en góðs? – Títusarbréfið 1:16.

a Stjörnufræðingurinn Allan Sandage sagði til dæmis einu sinni varðandi alheiminn: „Mér finnst harla ólíklegt að slík reglufesta komi af óreiðu. Það hljóta einhver lögmál að orsaka þetta skipulag. Guð er ráðgáta fyrir mér en hann er skýringin á kraftaverki tilverunnar, hvers vegna það er eitthvað í staðinn fyrir ekkert.“

b Á frummálinu getur orðið sem er þýtt „kringla“ í Jesaja 40:22 einnig þýtt „kúla“ eða „hnöttur“.