Hoppa beint í efnið

Er bannað samkvæmt Biblíunni að hafa ánægju af kynlífi?

Er bannað samkvæmt Biblíunni að hafa ánægju af kynlífi?

Svar Biblíunnar

 Í stað þess að banna fólki að njóta kynlífs bendir Biblían á að það sé gjöf frá Guði til þeirra sem eru í hjónabandi. „Hann skapaði þau karl og konu“ og þegar hann leit allt sem hann hafði gert var það „harla gott“. (1. Mós. 1:27, 31) Þegar Guð leiddi fyrsta manninn og konuna saman í hjónaband sagði hann að þau ættu að „verða eitt“ (1. Mós. 2:24) Þessi tengsl fela meðal annars í sér þá ánægju sem felst í kynferðislegri nánd ásamt nánum tilfinningalegum tengslum.

 Biblían lýsir þeirri ánægju sem eiginmaður nýtur: „Gleddu þig yfir eiginkonu æsku þinnar ... Brjóst hennar geri þig ætíð drukkinn og ást hennar fjötri þig ævinlega.“ (Orðskv. 5:18, 19) Guð vill einnig að eiginkonur njóti kynlífs. Í Biblíunni stendur: „Karlmaðurinn gæti skyldu sinnar gagnvart konunni og sömuleiðis konan gagnvart karlmanninum.“ – 1. Kor. 7:3.

Takmörk kynferðislegrar ánægju

 Guð ætlar aðeins giftum einstaklingum kynferðisleg tengsl eins og kemur fram í Hebreabréfinu 13:4: „Hjúskapurinn sé í heiðri hafður í öllum greinum og hjónasængin sé óflekkuð því að hórkarla og frillulífismenn mun Guð dæma.“ Hjón eiga að vera hvort öðru trú og standa við skuldbindinguna gagnvart hvort öðru. Þau upplifa mestu gleðina, ekki með því að sækjast eftir eigin fullnægju, heldur með því að fara eftir meginreglunni í Biblíunni: „Sælla er að gefa en þiggja“ – Post. 20:35.