Svar Biblíunnar

Biblían, einnig kölluð Heilög ritning, hefur að geyma viturlegar leiðbeiningar. Tökum eftir hver ástæðan er að sögn Biblíunnar sjálfrar: „Sérhver ritning er innblásin af Guði.“ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Margvísleg rök styðja þessa staðhæfingu. Lítum á eftirfarandi:

  • Biblían er sögulega nákvæm. Engum hefur tekist að hrekja frásagnir hennar.

  • Þeir sem skrifuðu Biblíuna voru heiðarlegir og opinskáir. Fyrir vikið er Biblían trúverðug.

  • Kjarninn í Biblíunni er sá að staðfesta rétt Guðs til að ríkja yfir mannkyni og að ríki hans á himnum hrindi vilja hans í framkvæmd.

  • Þótt ritun Biblíunnar hafi lokið fyrir næstum 2.000 árum er hún laus við ranghugmyndir sem voru almennt viðurkenndar af vísindamönnum fortíðar.

  • Skráðar söguheimildir sanna að spádómar Biblíunnar hafa ræst.