Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hvað segir Biblían um páskasiðvenjur?

Hvað segir Biblían um páskasiðvenjur?

Svar Biblíunnar

Páskasiðvenjur, eins og við þekkjum þær í dag, eiga sér enga stoð í Biblíunni. Ef við lítum nánar á þær kemur í ljós að margar þeirra eiga uppruna sinn í fornum helgisiðum frjósemisdýrkunar. Hugleiddu eftirfarandi.

  1. Nafnið: Í alfræðiorðabókinni Encyclopædia Britannica segir: „Uppruni enska orðsins Easter [á íslensku páskar] er óviss en engilsaxneski presturinn Bede Venerable, sem var uppi á 8. öld, taldi það tengjast Eostre, gyðju dögunar og vors hjá Engilsöxum.“ Aðrir setja orðið í samband við fönikísku frjósemisgyðjuna Astarte sem á sér hliðstæðu í babýlonsku frjósemisgyðjunni Ístar.

  2. Hérar, kanínur: Þetta eru frjósemistákn og „eiga rætur að rekja til fornra táknmynda og siðvenja tengdum heiðnum vorhátíðum sem haldnar voru í Evrópu og Mið-Austurlöndum.– Encyclopædia Britannica.

  3. Egg: Í heimildarriti segir að leitin að páskaeggjum, sem páskahérinn á að hafa komið með, „sé ekki bara leikur barna heldur beri keim af fornum frjósemishelgisið“. (Funk & Wagnalls Standard Dictionary of Folklore, Mythology and Legend) Í sumum menningarsamfélögum trúði fólk því að skreytt páskaegg „gætu, líkt og fyrir kraftaverk, veitt hamingju, velgengni, góða heilsu og vernd“. – Traditional Festivals.

  4. Ný spariföt: Það var bæði talinn dónaskapur og boða ógæfu ef fólk fagnaði komu skandínavísku vorgyðjunnar, eða Eastre, í nokkru öðru en nýjum klæðnaði.“ – The Giant Book of Superstitions.

  5. Guðsþjónustur við sólarupprás: Talið er að þær eigi uppruna sinn í helgisiðum sem sóldýrkendur „stunduðu við vorjafndægur þegar þeir fögnuðu sólinni og krafti hennar til að vekja nýtt líf hjá öllu sem vex“. – Celebrations—The Complete Book of American Holidays.

Í bókinni The American Book of Days er sagt um páskasiðvenjur: „Það leikur enginn vafi á því að snemma á dögum kirkjunnar voru teknir upp gamlir heiðnir siðir og þeim gefið kristið yfirbragð.

Biblían varar okkur við því að óhreinka tilbeiðsluna á Guði með því að fylgja hefðum og siðum sem eru honum vanþóknanlegir. (Markús 7:6-8) Í 2. Korintubréfi 6:17 segir Jehóva Guð: „Skiljið ykkur frá þeim. Snertið ekki neitt óhreint.“ Margar siðvenjur páskanna eiga uppruna sinn í heiðni og þeir sem vilja þóknast Guði halda því ekki upp á þessa hátíð.

 

Meira

UM OKKUR

Minningarhátíð um dauða Jesú

Ár hvert koma milljónir manna saman um allan heim til að minnast dauða Jesú. Þér er boðið að koma og heyra hvaða þýðingu þessi mikilvægi atburður hefur fyrir þig.

SPURNINGAR OG SVÖR

Af hverju halda vottar Jehóva ekki páska?

Flestir telja páska vera kristna hátíð. Hvers vegna halda vottar Jehóva þá ekki páska?