Hoppa beint í efnið

Get ég fengið hughreystingu frá Biblíunni ef ég á við þunglyndi að stríða?

Get ég fengið hughreystingu frá Biblíunni ef ég á við þunglyndi að stríða?

Svar Biblíunnar

Já, því að besta hjálpin kemur frá „Guði, sem uppörvar beygða.“ – 2. Korintubréf 7:6.

Guð hjálpar þunglyndum með því að veita þeim

  • Styrk. Guð „uppörvar“ þig ekki með því að fjarlægja öll vandamál þín, heldur bænheyrir hann þig þegar þú biður um styrk til að takast á við þau. (Filippíbréfið 4:13) Þú getur treyst því að hann vilji hlusta á bænir þínar, því Biblían segir: „Jahve er nálægur þeim, sem hafa sundurmarið hjarta, þeim, er hafa sundurkraminn anda, hjálpar hann.“ (Sálmur 34:19, Biblían 1908) Guð heyrir meira að segja ákall þitt jafnvel þótt þú getir ekki lýst tilfinningum þínum með orðum. – Rómverjabréfið 8:26, 27.

  • Góð fordæmi. Einn biblíuritaranna sagði í bæn til Guðs: „Úr djúpinu ákalla ég þig.“ Þessi sálmaritari tókst á við þunglyndi sitt með því að hafa hugfast að Guð þjakar okkur ekki með sektarkennd. Þess vegna sagði hann við Guð í bæn: „Ef þú, Drottinn, gæfir gætur að misgjörðum, Drottinn, hver fengi þá staðist? En hjá þér er fyrirgefning svo að menn óttist þig.“ – Sálmur 130:1, 3, 4.

  • Von. Auk þess að veita okkur huggun nú lofar Guð jafnframt að fjarlægja öll vandamál sem leiða til þunglyndis. Þegar hann uppfyllir þetta fyrirheit þá verður „hins fyrra [þar með talið þunglyndi] ... ekki minnst framar og það skal engum í hug koma.“ – Jesaja 65:17.

Athugið: Þótt vottar Jehóva trúi því að Guð veiti hjálp, þá leita þeir sér líka læknishjálpar við veikindum eins og alvarlegu þunglyndi. (Markús 2:17) En við mælum hinsvegar ekki með einni læknismeðferð umfram aðra; við lítum svo á að það sé hvers og eins að ákveða slíkt.