Hoppa beint í efnið

Ótti við dauðann – hvernig getur þú sigrast á slíkum ótta?

Ótti við dauðann – hvernig getur þú sigrast á slíkum ótta?

Svar Biblíunnar

Við óttumst dauðann réttilega sem óvin og gerum viðeigandi ráðstafanir til að vernda líf okkar. (1. Korintubréf 15:26) En samt óttast margir dauðann það mikið, vegna hjátrúar eða falskenninga, að þeir lifa „allan sinn aldur undir ánauðaroki“ að ástæðulausu. (Hebreabréfið 2:15) Þekking á sannleikanum mun losa þig undan sjúklegum ótta við dauðann – ótta sem getur rænt þig lífsgleðinni. – Jóhannes 8:32.

Sannleikurinn um dauðann

  • Hinir dánu eru meðvitundarlausir. (Sálmur 146:4) Þú þarft ekki að óttast þjáningar eða kvöl eftir dauðann því að í Biblíunni er dauðanum líkt við svefn. – Sálmur 13:4; Jóhannes 11:11-14.

  • Hinir dánu geta ekki skaðað okkur, ekki einu sinni ofbeldishneigðir óvinir því að þeir eru í dauðadái. Biblían segir: „Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið.“ – Prédikarinn 9:6.

  • Dauðinn þarf samt ekki að binda varanlegan enda á tilveru okkar. Guð veitir hinum dánu líf á ný með því að reisa þá upp frá dauðum. – Jóhannes 5:28, 29; Postulasagan 24:15.

  • Guð lofar að sá tími komi að „dauðinn mun ekki framar til vera“. (Opinberunarbókin 21:4) Biblían segir um þann dag: „Réttlátir fá landið til eignar og búa þar ævinlega“, algerlega lausir við allan ótta við dauðann. – Sálmur 37:29.