Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég fengið löngun til að hreyfa mig meira?

Hvernig get ég fengið löngun til að hreyfa mig meira?

Biblían segir: „Líkamleg æfing er nytsamleg.“ (1. Tímóteusarbréf 4:8) Margir gera sér grein fyrir að þeir þurfi að hreyfa sig meira en eiga samt erfitt með að koma sér í gang.

  • „Þú myndir ekki trúa því hve margir falla í leikfimi í menntaskóla. Þessi tími var nánast jafn auðveldur og matartíminn.“ – Richard, 21 árs.

  • „Sumir hugsa: ,Af hverju ætti maður að hlaupa úti í sólinni þar til maður er sveittur og þreyttur þegar maður getur spilað tölvuleik og þóst vera einhver annar að gera þetta?‘ “ – Ruth, 22 ára.

Ef þú ert sama sinnis skaltu velta fyrir þér þremur kostum þess að hreyfa sig reglulega.

Ávinningur 1: Hreyfing styrkir ónæmiskerfið.

Pabbi sagði alltaf: ,Ef þú hefur ekki tíma til að hreyfa þig er eins gott að þú hafir tíma til að vera veik.‘ “ – Rachel, 19 ára.

Ávinningur 2: Hreyfing eykur framleiðslu á boðefnum í heila sem hafa róandi áhrif á mann. Þegar ég hef margt að hugsa um finnst mér gott að hlaupa því að það losar um streitu,“ segir Emily sem er 16 ára. „Það er endurnærandi fyrir líkama og sál.

Ávinningur 3: Hreyfing getur verið skemmtileg.

Mér finnst útivera æðisleg og þess vegna fer ég í fjallgöngur, sund, á snjóbretti og út að hjóla.“ – Ruth.

Lykillinn að árangri: Notaðu að minnsta kosti 20 mínútur þrisvar í viku í hraustlegar æfingar sem þú hefur gaman af.

Mundu: Erfðir hafa vissulega áhrif á það hvernig maður er líkamlega á sig kominn, en lífsstíllinn sem maður velur sér skiptir yfirleitt meira máli. Svo að næst þegar þú segir að þú þurfir að fara hreyfa þig skaltu muna að þú getur gert eitthvað í málinu. Það er undir þér komið.