Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 91

Hús þér til dýrðar

Velja hljóðskrá
Hús þér til dýrðar
UPPRÖÐUN

(Sálmur 127:1)

 1. 1. Upprunninn dagurinn er,

  af hjarta viljum þakka þér

  því að þín blessun er dásamleg,

  orðin bregðast mér.

  Allt okkar verk blessar þú

  og veist það unnið er af trú.

  Og hérna stendur hús sem þér fús

  viljum vígja nú.

  (VIÐLAG)

  Jehóva, okkur var það heiður

  að reisa þér til dýrðar hús.

  Við viljum núna þjóna áfram á lífsins leið,

  þér gáfum eið af hjarta fús.

 2. 2. Hér glaðleg andlit má sjá

  og sanna vináttu þau tjá.

  Hver minning er vel geymd, engum gleymd,

  ekki neinum hjá.

  Einingin merki þess ber

  að andi þinn með okkur er.

  Við aukum þína frægð svo ánægð,

  því við fögnum hér.

  (VIÐLAG)

  Jehóva, okkur var það heiður

  að reisa þér til dýrðar hús.

  Við viljum núna þjóna áfram á lífsins leið,

  þér gáfum eið af hjarta fús.

(Sjá einnig Sálm 116:1; 147:1; Rómv. 15:6.)