Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 88

Vísaðu mér veg þinn

Velja hljóðskrá
Vísaðu mér veg þinn
UPPRÖÐUN

(Sálmur 25:4)

 1. 1. Við söfnumst hér saman, ó, Jehóva Guð,

  til samkomu boðið þú hefur.

  Því orð þitt er ljós sem lýsir upp veginn

  og leiðsögn og kennslu það gefur.

  (VIÐLAG)

  Veittu mér skyn og vísa mér þinn veg,

  á vitur boð þín ætíð hlusti ég.

  Láttu mig ganga leiðir sannleikans

  og leiddu mig um götur hreinleikans.

 2. 2. Þín viska er víðtæk og óendanleg

  og vandaðir dómarnir hugga.

  Og orð þitt er lind sem aðdáun vekur,

  er eilíft án flöktandi skugga.

  (VIÐLAG)

  Veittu mér skyn og vísa mér þinn veg,

  á vitur boð þín ætíð hlusti ég.

  Láttu mig ganga leiðir sannleikans

  og leiddu mig um götur hreinleikans.

(Sjá einnig 2. Mós. 33:13; Sálm 1:2; 119:27, 35, 73, 105.)