Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 81

Líf brautryðjandans

Velja hljóðskrá
Líf brautryðjandans
UPPRÖÐUN

(Prédikarinn 11:6)

 1. 1. Þegar nýr dagur rís hefst það starf sem ég kýs.

  Meðal fólksins ég fer

  þó að syfjaður sé og ég bið.

  Brosi til þeirra sem leggja leið sína hjá.

  Sumir víkja sér frá,

  aðrir stoppa um stund, doka við.

  (VIÐLAG)

  Þetta líf veljum við,

  þjónum Jehóva glöð.

  Allt sem hann biður um gerum við.

  Úthald sýnum í raun

  gegnum skúrir og skin.

  Þannig segjum við Jehóva: „Ég elska þig.“

 2. 2. Þegar dagsbirtan dvín og er tunglsljósið skín

  erum þreytt en samt glöð

  og af þakklæti förum með bæn.

  Þetta líf elskum við, gefum af okkur fús.

  Þökkum Jehóva því

  blessun hans höfum við sem er væn.

  (VIÐLAG)

  Þetta líf veljum við,

  þjónum Jehóva glöð.

  Allt sem hann biður um gerum við.

  Úthald sýnum í raun

  gegnum skúrir og skin.

  Þannig segjum við Jehóva: „Ég elska þig.“

(Sjá einnig Jós. 24:15; Sálm 92:3; Rómv. 14:8.)