Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 78

Kennum orð Guðs

Kennum orð Guðs

(Postulasagan 18:11)

 1. 1. Þeir sem nú kenna sannleikann,

  þeir sína hlutdeild fá

  og hag þeir sjálfir hafa’ af því

  og hamingjuna sjá.

  Við sjáum kennslu sonar Guðs

  sem sýndi mönnum ást.

  Þeir tengsl við Guð sinn geta eignast

  og gagnkvæmt traust mun nást.

 2. 2. Er orð Guðs fólkið fræðum um

  við fögur stundum verk.

  Af einlægni þeim leggjum lið,

  sú löngun er svo sterk.

  Af ákefð orð Guðs rannsökum,

  þar er hin góða frétt.

  Þá gefum fús úr góðum sjóði

  sem gerir kjörin létt.

 3. 3. Guð býður okkur bjargirnar

  svo boð hans gerum kunn.

  Ef berum traust þá biðjum hann

  sem bænum svara mun.

  Við elskum orð Guðs, sannleikann,

  þar allt er rétt og satt.

  Og ætíð elskum þá sem hjálpum,

  þeir einnig Guð fá glatt.

(Sjá einnig Sálm 119:97; 2. Tím. 4:2; Tít. 2:7; 1. Jóh. 5:14.)