Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 72

Boðum sannleikann um ríkið

Velja hljóðskrá
Boðum sannleikann um ríkið
UPPRÖÐUN

(Postulasagan 20:20, 21)

 1. 1. Það okkur var hin þyngsta þraut

  að þekkja ekki lífsins braut.

  Ljósið bjarta Guð þá gaf

  sem geislum sannleiks stafar af.

  Þá varð loks skýrt orð skaparans,

  við skyldum þjóna ríki hans,

  nafn Guðs kynna’ á hverjum stað

  og hvetja fleiri til að helga það.

  Þann vitnisburð við berum fús

  um borg og bæ, úr húsi’ í hús.

  Þá ljósið munu sumir sjá,

  það sannleiksorð sem frelsar þá.

  Við trúna eflum alls staðar

  og aukum starfið hér og þar.

  Berum samrýmd öll það ok

  uns alheimsfaðir boðar starfsins lok.

(Sjá einnig Jós. 9:9; Jes. 24:15; Jóh. 8:12, 32.)