Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 7

Jehóva er styrkur okkar

Velja hljóðskrá
Jehóva er styrkur okkar
UPPRÖÐUN

(Jesaja 12:2)

 1. 1. Jehóva styrkur og stoð okkar er,

  stuðning og gleði við fáum frá þér.

  Sem þínir vottar mjög fús þína fregn

  flytjum við þó sumir standi því gegn.

  (VIÐLAG)

  Þú, Jehóva Guð, ert styrkur og stoð,

  stöðugt við kynnum nafn þitt og boð.

  Voldugi Jehóva, valdið átt þú,

  vígi traust ertu og hjálpræði nú.

 2. 2. Ljósið þitt frelsar og fær okkur glatt,

  fögnum að sjá það sem rétt er og satt.

  Við getum boð þín í Biblíu séð,

  bjargföst við stöndum því Guðsríki með.

  (VIÐLAG)

  Þú, Jehóva Guð, ert styrkur og stoð,

  stöðugt við kynnum nafn þitt og boð.

  Voldugi Jehóva, valdið átt þú,

  vígi traust ertu og hjálpræði nú.

 3. 3. Glaðlega þjónum við þér æ við hlið,

  þótt Satan hæðist á þig treystum við.

  Þó að hann deyði við hræðumst ei hót,

  himnanna ríki við tökum í mót.

  (VIÐLAG)

  Þú, Jehóva Guð, ert styrkur og stoð,

  stöðugt við kynnum nafn þitt og boð.

  Voldugi Jehóva, valdið átt þú,

  vígi traust ertu og hjálpræði nú.

(Sjá einnig 2. Sam. 22:3; Sálm 18:3; Jes. 43:12.)