Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 69

Göngum fram og boðum Guðsríki

Velja hljóðskrá
Göngum fram og boðum Guðsríki
UPPRÖÐUN

(2. Tímóteusarbréf 4:5)

 1. 1. Fram göngum og Guðsríki boðum

  til fólks út um allan heim.

  Af elsku til Guðs og til manna

  á leiðina bendum þeim.

  Við metum vel verkefni okkar

  að boða með gleði hans orð.

  Á akri Guðs störfum við áfram

  og sannleikann berum á borð.

  (VIÐLAG)

  Göngum fram og boðum hugrökk

  Guðs stjórn bæði vítt og breitt.

  Göngum fram í tryggð við okkar Guð

  sem elskum við svo heitt.

 2. 2. Fram sækjum og stöndum þétt saman,

  Guðs þjónar með tvenna von.

  Jafnt ungir sem aldnir fram ganga

  í takt við Guðs eigin son.

  Og gleðifrétt þarf fólk að heyra

  um ríkið sem brátt tekur við.

  Í krafti sem Jehóva gefur

  við óttumst ei neitt við hans hlið.

  (VIÐLAG)

  Göngum fram og boðum hugrökk

  Guðs stjórn bæði vítt og breitt.

  Göngum fram í tryggð við okkar Guð

  sem elskum við svo heitt.

(Sjá einnig Sálm 23:4; Post. 4:29, 31; 1. Pét. 2:21.)