Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 65

Sækjum fram

Velja hljóðskrá
Sækjum fram
UPPRÖÐUN

(Hebreabréfið 6:1)

 1. 1. Sækjum fram, sækjum fram, þroska sýnum nú,

  látum sannleikann skína svo margir öðlist trú.

  Legg þig fram svo að framförum takir þú,

  blessun færð þá Guði frá.

  Það er verk fyrir vott hvern á jörð,

  Jesús vann það við létt kjör og hörð.

  Þannig staðföst um réttlætið stöndum vörð

  og Guðs stuðning treystum á.

 2. 2. Sækjum fram, sækjum fram, hugrökk reynumst öll

  því að fólk hlýðir á og Guð heyrir einlæg köll.

  Vertu með því þú veist trúin flytur fjöll,

  tala fús við sérhvern mann.

  Þó að óvinir uppveki styr,

  alveg ósmeyk við þjónum sem fyrr.

  Ríkið stofnsett við kynnum við hverjar dyr,

  fólki kennum sannleikann.

 3.  3. Sækjum fram, sækjum fram, sýnum framför hér,

  starfi fylgjum við eftir,

  því verkið mikið er.

  Láttu anda Guðs uppörvun gefa þér,

  gleði uppskerð Guði frá.

  Fólki auðsýnum ástríka lund,

  förum aftur og ræðum um stund.

  Bjóðum alls konar aðstoð og hjálparmund,

  ljósið andlegt skýrt má sjá.