Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 51

Við erum vígð Jehóva

Velja hljóðskrá
Við erum vígð Jehóva
UPPRÖÐUN

(Matteus 16:24)

 1. 1. Í ljós Guð mig hefur laðað, sonar síns til,

  nú lærisveinn hans ég vera vil.

  Sannleiksljósið himni frá

  skinið hefur jörðu á,

  trúin vex og andleg þrá,

  við afneitum okkur þá.

  (VIÐLAG)

  Við vígð erum Jehóva, nú sjást þáttaskil,

  í söfnuði hans ætíð vera vil.

 2. 2. Í bæn er ég til þín kominn, tjái þér heit,

  þig tigna því þú sást mína leit.

  Færum fólki gleðifrétt,

  flytjum nafn Guðs hverri stétt,

  tökum höndum saman þétt

  og sannleikann boðum rétt.

  (VIÐLAG)

  Við vígð erum Jehóva, nú sjást þáttaskil,

  í söfnuði hans ætíð vera vil.

(Sjá einnig Sálm 43:3; 107:22; Jóh. 6:44.)