SÖNGUR 49
Gleðjum hjarta Jehóva
Velja hljóðskrá
UPPRÖÐUN
(Orðskviðirnir 27:11)
1. Við hétum, Guð, að þjóna þér,
starf þitt með visku fullna ber.
Af þakklæti hver gerir sitt
til þess að gleðja hjarta þitt.
2. Hinn hyggni þjónn sem er á jörð
af hlýju nærir þína hjörð
og meðal þjóða mátt þinn ber
svo menntun hljóti vottur hver.
3. Þinn anda veittu okkur nú
svo öll við getum verið trú
og borið ávöxtinn sem er
til yndis og til dýrðar þér.
(Sjá einnig Matt. 24:45-47; Lúk. 11:13; 22:42.)