Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 47

Dag hvern til Jehóva bið

Dag hvern til Jehóva bið

(1. Þessaloníkubréf 5:17)

 1. 1. Biðjum til Jehóva, hann hlustar á,

  hlýðir á bænir sem þjónar hans tjá.

  Úthellum oft bæði hjarta og hug,

  hann ávallt sér þig og eflir þinn dug.

  Dag hvern til Jehóva bið.

 2. 2. Biðjum til Guðs því hann gaf líf og frið,

  gaf hann upp skuldirnar, eins gerum við.

  Syndirnar játum því svikult er hold,

  sannlega veit hann að við erum mold.

  Dag hvern til Jehóva bið.

 3. 3. Biðjum til Jehóva ögurstund á,

  ávallt sem faðir hann er okkur hjá.

  Leitum hans verndar, hann hjálparinn er,

  huggandi nærveran trú okkar ver.

  Dag hvern til Jehóva bið.