Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 41

Heyr mínar bænir

Heyr mínar bænir

(Sálmur 54)

 1. 1. Himneski faðir, heyrðu mitt ljóð,

  helgaður þér ég flyt þakkaróð.

  Nafn þitt er háleitt, enginn jafn þér.

  (VIÐLAG)

  Heyr mínar bænir, hjálpaðu mér.

 2. 2. Daginn í dag, Guð, þakka ég vil.

  Lífið þú gafst, mig leiddir þín til.

  Umhyggja þín sést alls staðar hér.

  (VIÐLAG)

  Heyr mínar bænir, hjálpaðu mér.

 3. 3. Ég þrái heitt að hegða mér rétt,

  halda því vil í hönd þína þétt.

  Hughreystu mig er byrðar ég ber.

  (VIÐLAG)

  Heyr mínar bænir, hjálpaðu mér.