SÖNGUR 36
Varðveitum hjartað
(Orðskviðirnir 4:23)
1. Við hjartað skulum vernda vel
og varast hverja synd.
Því Guð, sem hjartað horfir á,
sér hulda mannsins mynd.
En stundum hjartað svíkur hug,
þá höfnum réttri leið.
Svo láttu hugann lýsa þér
og leiðin verður greið.
2. Við undirbúum hjartað oft
með okkar bænagjörð
og látlaust þökkum, lofum hann,
um lýð sinn stendur vörð.
Það sem Jehóva sýnir skýrt
við sæl því hlýðum fljótt.
Því honum sæmir hollusta
af hjarta dag og nótt.
3. Að verja hjartað hættum gegn
er háleit skylda manns.
Að hafa yndi, hrífast djúpt,
fá hald í orði hans.
Þú, Jehóva, ert tryggum trúr,
við tökum mið af því.
Af hjarta verum vottar Guðs,
hans vinir alla tíð.
(Sjá einnig Sálm 34:2; Fil. 4:8; 1. Pét. 3:4.)