Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 27

Börn Guðs verða opinber

Börn Guðs verða opinber

(Rómverjabréfið 8:19)

 1. 1. Guð bráðum birta mun sín börn,

  hann stað þeim bjó sér hjá.

  Á himni vegsemd verða krýnd

  og mikil völd þau fá.

  (VIÐLAG)

  Börn Guðs brátt verða opinber

  með Kristi himnum á.

  Í sigri hans þau eiga þátt,

  með honum umbun fá.

 2. 2. Og bráðum kallar Kristur þau

  sem verða hrifin burt.

  Þau kallar drottinn drottna heim,

  til valda hefur smurt.

  (VIÐLAG)

  Börn Guðs brátt verða opinber

  með Kristi himnum á.

  Í sigri hans þau eiga þátt,

  með honum umbun fá.

  (MILLIKAFLI)

  Og síðan hann með sínum lýð

  mun heyja lokastríð.

  Þá gleðitími tekur við

  sem varir alla tíð.

  (VIÐLAG)

  Börn Guðs brátt verða opinber

  með Kristi himnum á.

  Í sigri hans þau eiga þátt,

  með honum umbun fá.

(Sjá einnig Dan. 2:34, 35; 1. Kor. 15:51, 52; 1. Þess. 4:15-17.)