Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 146

„Ég geri alla hluti nýja“

„Ég geri alla hluti nýja“

(Opinberunarbókin 21:1-5)

  1. 1. Nú táknin um ríki Guðs sýna það sett,

    þar sonur hans veldinu stjórnar rétt.

    Nú lægður er Satan og himinn hreinn,

    í heiminum vilji Guðs verður einn.

    (VIÐLAG)

    Guðs tjaldbúð meðal manna er

    og mun hann sjálfur búa hér.

    En hvorki harmur, kvein né kvöl þar finnst

    og kvíða dauðans er ei framar minnst.

    „Ég geri alla hluti nýja nú,

    mín orð eru sönn og trú.“

  2. 2. Hér borgin sú helga nú blasir við sýn,

    hún brúður er lambsins, í fegurð skín.

    Hún skrautklæðum skartar og ber hvítt lín

    og skært ljós frá Guði á hana skín.

    (VIÐLAG)

    Guðs tjaldbúð meðal manna er

    og mun hann sjálfur búa hér.

    En hvorki harmur, kvein né kvöl þar finnst

    og kvíða dauðans er ei framar minnst.

    „Ég geri alla hluti nýja nú,

    mín orð eru sönn og trú.“

  3. 3. Sú borg eykur mannanna hamingju’ og hag

    og hlið hennar lokast ei nótt né dag.

    Hver þjóð mun þá lifa í ljósi því

    sem lausnarans vinir nú ganga í.

    (VIÐLAG)

    Guðs tjaldbúð meðal manna er

    og mun hann sjálfur búa hér.

    En hvorki harmur, kvein né kvöl þar finnst

    og kvíða dauðans er ei framar minnst.

    „Ég geri alla hluti nýja nú,

    mín orð eru sönn og trú.“