Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 143

Vinnum, vökum og bíðum með gleði

Vinnum, vökum og bíðum með gleði

(Rómverjabréfið 8:20-25)

 1. 1. Guð Jehóva völdin hefur,

  hans áætlun ekki tefur.

  Nú táknin ljóslega sýna

  að tími hans er í nánd.

  (VIÐLAG)

  Vinnum, vökum og bíðum með gleði

  því okkar heill er í veði,

  brátt höndlum við betra líf.

 2. 2. Guð hefur tilsettan tíma,

  brátt sigrar óvini sína.

  Hans sonur berst fyrir rétti,

  með sverði sigurför fer.

  (VIÐLAG)

  Vinnum, vökum og bíðum með gleði

  því okkar heill er í veði,

  brátt höndlum við betra líf.

 3. 3. Þótt sköpunin ákaft stynji

  í eftirvæntingu sinni,

  þá dagur Jehóva kemur

  og frelsar okkur úr nauð.

  (VIÐLAG)

  Vinnum, vökum og bíðum með gleði

  því okkar heill er í veði,

  brátt höndlum við betra líf.

(Sjá einnig Matt. 25:13; Lúk. 12:36.)