Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 14

Lofum nýjan konung jarðar

Velja hljóðskrá
Lofum nýjan konung jarðar
UPPRÖÐUN

(Sálmur 2:11-13)

 1. 1. Sjá mikinn múg sem kemur inn

  af kynkvíslum og þjóðum.

  Þeim Jesús safnar saman nú

  því tíminn styttist óðum.

  Guðs ríki er á himnum fætt

  og jörðu fær að fullu grætt.

  Sú góða von getur lífið bætt,

  þennan gleðiboðskap bjóðum.

  (VIÐLAG)

  Lofum Jehóva og lofum son hans sem er

  konungur konunga, herra stór.

  Öll við saman lútum stjórn hans í trú

  og lofum hann nú í kór.

 2. 2. Við hyllum konung okkar, Krist,

  svo gleðisöngur hljómi.

  Hann færir frið á jörðinni

  með sönnum, réttum dómi.

  Guðs fyrirheitum getum treyst

  að jörðin verði’ úr fjötrum leyst,

  úr gröfunum verði mannkyn reist.

  Hvílík von og dýrðarljómi!

  (VIÐLAG)

  Lofum Jehóva og lofum son hans sem er

  konungur konunga, herra stór.

  Öll við saman lútum stjórn hans í trú

  og lofum hann nú í kór.

(Sjá einnig Sálm 2:6; 45:2; Jes. 9:5; Jóh. 6:40.)