Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 136

Jehóva launi þér að fullu

Velja hljóðskrá
Jehóva launi þér að fullu
UPPRÖÐUN

(Rutarbók 2:12)

 1. 1. Trúr Jehóva er og hann þekkir vel þá

  sem þjóna af dug og af dáð.

  Hann veit að tryggð þeirra sem virða hann mest

  oft veldur þeim hryggð, því var spáð.

  Ef þú hefur hrökklast burt fjölskyldu frá

  ver fullviss að tjón þitt Guð sér.

  Hann bætir það allt upp með bræðralagsgjöf

  og blessun sem eilíft líf er.

  (VIÐLAG)

  Megi Jehóva hæsti hugga þig

  og megi hann að fullu launa þér.

  Hans vængjum undir þú átt þér skjól.

  Þig Jehóva annast, trúr Jehóva er.

 2. 2. Um hlutskipti stundum við höfum ei val

  og hvíld enga eygjum við þá.

  Og stundum er eins og að amstur hvers dags

  sé ofviða lémagna sál.

  Guð huggunar sér það og heyrir þín köll,

  hann hlustar, því leita hans má.

  Hans orð og hans andi og trúsystkin þín

  þig annast og huggun þér fá.

  (VIÐLAG)

  Megi Jehóva hæsti hugga þig

  og megi hann að fullu launa þér.

  Hans vængjum undir þú átt þér skjól.

  Þig Jehóva annast, trúr Jehóva er.

(Sjá einnig Dóm. 11:38-40; Matt. 19:12; Jes. 41:10.)