Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 131

„Það sem Guð hefur tengt saman“

Velja hljóðskrá
„Það sem Guð hefur tengt saman“
UPPRÖÐUN

(Matteus 19:5, 6)

 1. 1. Nú ykkur gefur Guð

  sinn gullna þriðja þráð,

  þið virðið helgu heitin

  sem hljóma hér í bráð.

  (VIÐLAG 1)

  Þú hést að unna henni

  af hjartans innstu þrá.

  Það sem Guð tengir saman,

  því sundra enginn má.

 2. 2. Þið lög Guðs hafið lært

  við lífsins orða leit.

  Nú bæði tvö Guð biðjið

  að blessa ykkar heit.

  (VIÐLAG 2)

  Þú hést að unna honum

  af hjartans innstu þrá.

  Það sem Guð tengir saman,

  því sundra enginn má.

(Sjá einnig 1. Mós. 2:24; Préd. 4:12; Ef. 5:22-33.)