Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 13

Kristur, fyrirmynd okkar

Velja hljóðskrá
Kristur, fyrirmynd okkar
UPPRÖÐUN

(1. Pétursbréf 2:21)

 1. 1. Jehóva sýndi ást,

  góðvild sem ekki brást,

  er öllum hann gaf sinn ástkæra frumburð.

  Jesús í mannsins mynd,

  mannssonur laus við synd,

  hann prýddi nafn Guðs og gaf vitnisburð.

 2. 2. Kraft frá Guðs orði fann,

  hann nærði Biblían,

  gaf skilning og visku, þekking og Guðs svar.

  Þjóns mynd hann á sig tók,

  því spáði lífsins bók,

  að gera Guðs vilja yndi hans var.

 3. 3. Dag hvern mig sannprófa,

  vil þóknast Jehóva,

  og megi mín fótspor feta í Krists slóð.

  Jesús sé fyrirmynd,

  mitt skjól og fræðslulind,

  að þóknast Jehóva er blessun góð.