Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 128

Verum þolgóð allt til enda

Verum þolgóð allt til enda

(Matteus 24:13)

 1. 1. Orð Guðs allt okkur gerir kleift

  að ganga þolgóð nú.

  Á sterkum grunni stendur það

  sem styrk við elskum í trú.

  Í hreinni trú og heilbrigðri

  daginn hafðu efst í hug.

  Með ráðvendni í raunum þá

  í reynd bætir þú þinn dug.

 2. 2. Þá haltu fast í fyrri ást,

  hún fjarað gæti út.

  Og hvað sem það mun kosta þig,

  já, kvíða, sorgir og sút.

  Í raunum þínum efast ei,

  aldrei óttast þrautir þær.

  Úr fjötrum frelsar Jehóva

  sem fljótt stendur okkur nær.

 3. 3. Ef ert til enda þolgóður

  þá umbun muntu fá.

  Á lista Guðs í lífsins bók

  má letrað nafnið þitt sjá.

  En verk sitt vinni þolgæðið,

  heilbrigð veiti trúin frið.

  Þér Jehóva Guð frelsi fær,

  hans fögnuður metti þig.