Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 122

Verum staðföst og óbifanleg

Velja hljóðskrá
Verum staðföst og óbifanleg
UPPRÖÐUN

(1. Korintubréf 15:58)

 1. 1. Átökin aukast um öll jarðarlönd,

  óttast menn það sem nú gengur í hönd.

  Stöndum því einbeitt og óbifanleg,

  árvökur göngum Guðs veg.

  (VIÐLAG)

  Staðfastur standi nú hver,

  sterk trú gegn heiminum ver.

  Ávallt óbifanleg,

  umbun Guðs eilíf er.

 2. 2. Heimurinn freistar og hremmir hvern mann,

  heilbrigð í hugsun þó sigrum við hann.

  Hötum hið illa og elskum allt gott,

  ógnir það hrekur á brott.

  (VIÐLAG)

  Staðfastur standi nú hver,

  sterk trú gegn heiminum ver.

  Ávallt óbifanleg,

  umbun Guðs eilíf er.

 3. 3. Heiðrum Guð, dýrkum hann hjartanu frá,

  hlut í hans þjónustu fáum við þá.

  Síðustu dögunum fækkandi fer,

  flýta því starfinu ber.

  (VIÐLAG)

  Staðfastur standi nú hver,

  sterk trú gegn heiminum ver.

  Ávallt óbifanleg,

  umbun Guðs eilíf er.

(Sjá einnig Lúk. 21:9; 1. Pét. 4:7.)