Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 120

Líkjum eftir hógværð Krists

Velja hljóðskrá
Líkjum eftir hógværð Krists
UPPRÖÐUN

(Matteus 11:28-30)

 1. 1. Sem Messías Jesús af mönnunum bar,

  við metorð og hégóma alveg laus var.

  Með hlutverk í ætlan Guðs æðsta hann fer,

  samt ávallt hann hógvær af hjartanu er.

 2. 2. En hverjum sem níðþungar byrðarnar ber

  hann býður: „Ég létta skal fargi af þér.“

  Að leita fyrst Guðsríkis léttir hvert spor,

  hinn ljúflyndi hylli Krists öðlast og þor.

 3. 3. Við öll erum bræður, það eru Krists orð,

  því auðmjúk við leitum í hans nægtaborð.

  Um milda og hógværa heldur Guð vörð,

  þeim heitir að þeir muni erfa hans jörð.

(Sjá einnig Orðskv. 3:34; Matt. 5:5; 23:8; Rómv. 12:16.)