Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 SÖNGUR 101

Störfum saman í einingu

Störfum saman í einingu

(Efesusbréfið 4:3)

 1. 1. Guð, hann hefur safnað í hjörð,

  hlýju veitt á napurri jörð.

  Samlynd höldum heilbrigðan frið,

  hamingju njótum við.

  Einingu við elskum,

  yndisleg hún er.

  Stöðugt í Guðs starfi er þörf,

  styður Kristur okkur við störf.

  Sýnum honum hlýðin í lund

  hollustu hverja stund.

 2. 2. Biðjum oft um einingarhug,

  ávöxt andans ræktum af dug.

  Lofgjörð glæðist, gæska og ást,

  gleði og friður nást.

  Friður ávallt örvar,

  yndisauki er.

  Er við bróðurást viljum tjá

  okkur frið mun Jehóva fá.

  Með hans aðstoð einingin næst,

  endalaust lífið fæst.

(Sjá einnig Míka 2:12; Sef. 3:9; 1. Kor. 1:10.)