Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | LANGAR ÞIG TIL AÐ KYNNA ÞÉR BIBLÍUNA?

Af hverju ættirðu að kynna þér Biblíuna?

Af hverju ættirðu að kynna þér Biblíuna?
  • Hver er tilgangur lífsins?

  • Af hverju þarf fólk að þjást og deyja?

  • Þarf ég að kvíða framtíðinni?

  • Hefur Guð áhuga á mér?

Hefurðu einhvern tíma spurt þig slíkra spurninga? Ef svo er ertu ekki einn um það. Fólk um allan heim veltir fyrir sér stóru spurningunum í lífinu. En er einhver svör að fá?

Milljónir manna hafa þegar fengið fullnægjandi svör. Hvernig? Með því að kynna sér Biblíuna. Langar þig til að vita hvaða svör Biblían gefur? Vottar Jehóva * bjóða fólki upp á ókeypis biblíunámskeið. Væri það kannski eitthvað fyrir þig?

Þegar fólki er boðið að kynna sér Biblíuna segja sumir: „Ég hef ekki tíma.“ „Það er allt of erfitt.“ „Ég vil ekki skuldbinda mig.“ Aðrir bregðast þó öðruvísi við. Þeir fagna því að fá tækifæri til að kynna sér það sem Biblían segir. Lítum á nokkur dæmi:

  • „Ég sótti kirkju hjá kaþólikkum og mótmælendum, heimsótti síkahof og búddaklaustur og lagði stund á guðfræðinám í háskóla. Samt var mörgum spurningum mínum um Guð ósvarað. Dag einn bankaði vottur Jehóva upp á hjá mér. Það hafði mikil áhrif á mig þegar hún sýndi mér svör Biblíunnar og ég þáði biblíunámskeið.“ – Gill, Englandi.

  • „Ég hafði margar spurningar um lífið og tilveruna en mér fannst presturinn í kirkjunni minni ekki gefa mér skýr og fullnægjandi svör. Einn af vottum Jehóva svaraði þó spurningum mínum með því að nota eingöngu Biblíuna. Þegar hann spurði mig hvort ég vildi kynna mér Biblíuna nánar þáði ég það með þökkum.“ – Koffi, Benín.

  • „Ég hafði mikinn áhuga á að vita hvað yrði um þá sem deyja. Ég trúði því að hinir dánu gætu gert hinum lifandi mein en mig langaði að vita hvað Biblían segði um það. Þess vegna fór ég að kynna mér Biblíuna með vini mínum sem var vottur.“ – José, Brasilíu.

  • „Ég reyndi að lesa Biblíuna en ég skildi ekki það sem ég las. Vottar Jehóva bönkuðu síðar upp á hjá mér og útskýrðu fyrir mér nokkra biblíuspádóma á skýran og einfaldan hátt. Það vakti forvitni mína og mig langaði til að vita meira.“ – Dennize, Mexíkó.

  • „Mig langaði að vita hvort Guð hefði áhuga á mér og bað því til Guðs sem sagt er frá í Biblíunni. Daginn eftir bönkuðu vottar Jehóva á dyrnar hjá mér og buðu mér biblíunámskeið sem ég þáði.“ – Anju, Nepal.

Þessar frásögur minna á það sem Jesús sagði: „Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði heldur á hverju því orði sem fram gengur af Guðs munni.“ (Matteus 4:4) Já, mennirnir hafa meðfædda þörf fyrir að kynnast Guði. Enginn nema Guð getur fullnægt þessari þörf og hann gerir það með orði sínu, Biblíunni.

En hvað felur biblíunámskeið í sér? Hvernig getur það gagnast þér? Þessum spurningum er svarað í næstu grein.

^ gr. 8 Jehóva er nafn Guðs samkvæmt frummálum Biblíunnar.