Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Reisti Jesús fólk upp frá dauðum?

Jesús reisti Lasarus upp til lífs en hann hafði verið dáinn í fjóra daga.

Í Biblíunni stendur skýrum stöfum að Jesús hafi reist fólk upp frá dauðum. Þessar biblíufrásögur eru ekki skáldskapur því að þær nefna nákvæmlega hvar og hvenær þessar upprisur áttu sér stað. Lítum á dæmi. Sumarið 31 fylgdi mikill mannfjöldi Jesú þegar hann fór frá borginni Kapernaúm til Nain. Þegar hópurinn kom á áfangastað mætti þeim enn fleira fólk. Í kjölfarið reisti Jesús upp látinn mann. Þér er óhætt að trúa þessari frásögu því að sagt er frá henni í orði Guðs, Biblíunni, og margir sjónarvottar voru að þessari upprisu. – Lestu Lúkas 7:11-15.

Jesús reisti einnig Lasarus, vin sinn, upp til lífs á ný en hann hafði verið dáinn í fjóra daga. Þér er líka óhætt að treysta því að þessi frásaga sé sönn því að það voru margir sjónarvottar að þessari upprisu. – Lestu Jóhannes 11:39-45.

Af hverju reisti Jesús fólk upp frá dauðum?

Jesús reisti fólk upp frá dauðum af því að hann var miskunnsamur og fann til með fólki. Hann gerði það líka til að sýna fram á að faðir hans, skapari lífsins, hafði gefið honum vald yfir dauðanum. – Lestu Jóhannes 5:21, 28, 29.

Með því að reisa fólk upp frá dauðum staðfesti Jesús að við getum óhikað treyst loforðum hans varðandi framtíðina. Hann mun reisa upp til lífs fjöldann allan af fólki, þar á meðal rangláta einstaklinga sem þekktu ekki hinn sanna Guð. Þeim verður gefið tækifæri til að kynnast Jehóva Guði og elska hann. – Lestu Postulasöguna 24:15.