Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | ER DAUÐINN ENDIR ALLS?

Sársaukinn sem fylgir dauðanum

Sársaukinn sem fylgir dauðanum

Dauðinn er óþægilegt umræðuefni sem margir vilja helst forðast. Fyrr eða síðar lætur dauðinn samt finna fyrir sér. Og það svíður undan sársaukanum sem honum fylgir.

Ekkert getur í raun búið okkur undir að missa foreldri, maka eða barn. Dauðann getur borið að skyndilega. Hann getur líka átt sér lengri aðdraganda. En sorgin sem fylgir dauðanum er óumflýjanleg og það getur verið yfirþyrmandi að hugsa til þess hve endanlegur dauðinn er.

Antonio, sem missti föður sinn í bílslysi, segir: „Það er eins og einhver hafi hrifsað af þér húslyklana og kastað þér á dyr. Þú getur aldrei farið aftur heim. Það eina sem eftir stendur eru minningarnar. Þetta er blákaldur veruleikinn og þú átt erfitt með að sætta þig við hann því að þetta er svo óréttlátt. En þú átt engra kosta völ.“

Dorothy var 47 ára þegar hún missti manninn sinn. Margar spurningar leituðu á hana sem hún vildi fá svör við. Hún kenndi í sunnudagaskóla og var sannfærð um að eitthvað tæki við eftir dauðann þótt hún vissi ekki hvað það væri. Hún spurði því prestinn sinn: „Hvað verður um okkur þegar við deyjum?“ Hann svaraði: „Það veit enginn. Við verðum bara að bíða og sjá.“

Eigum við virkilega ekki um annað að velja en að „bíða og sjá“? Er hægt að fá að vita með vissu hvort dauðinn sé endir alls?