Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Hverjir fara til himna og hvers vegna?

Milljónir manna vonast til að fara til himna þegar þeir deyja. Jesús sagði að trúfastir postular hans myndu gera það. Áður en hann dó lofaði hann að búa þeim stað hjá himneskum föður sínum. – Lestu Jóhannes 14:2.

Hvers vegna verða menn reistir upp til lífs á himnum? Hvað munu þeir gera þar? Jesús sagði postulum sínum að þeir myndu verða konungar og ríkja yfir jörðinni. – Lestu Lúkas 22:28-30; Opinberunarbókina 5:10.

Fer allt gott fólk til himna?

Í flestum löndum sitja hlutfallslega fáir í ríkisstjórn. Þar sem Jesús reisir fólk upp til himna til að ríkja yfir jörðinni er rökrétt að hann velji aðeins fáeina. (Lúkas 12:32) Í Biblíunni stendur nákvæmlega hversu margir eigi eftir að ríkja með Jesú. – Lestu Opinberunarbókina 14:1.

Jesús hefur búið sumum fylgjendum sínum stað á himnum. Veistu hvað þeir munu gera þar?

Þeir sem fara til himna eru ekki þeir einu sem hljóta umbun. Trúfastir þegnar Guðsríkis fá að njóta eilífs lífs í endurreistri paradís hér á jörð undir stjórn Krists. (Jóhannes 3:16) Sumir hljóta líf í paradís eftir að hafa lifað af eyðingu hins núverandi illa heimskerfis en aðrir munu hljóta það eftir að hafa fengið upprisu. – Lestu Sálm 37:29; Jóhannes 5:28, 29.