Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Biblíuspurningar og svör

Biblíuspurningar og svör

Hvað verður um þá sem deyja?

Dauðinn er eins og svefn í þeim skilningi að þeir sem eru dánir eru meðvitundarlausir og geta ekkert gert. Skapari lífsins getur þó gefið þeim lífið aftur í upprisunni. Því til sönnunar fékk Jesús mátt frá Guði til að reisa upp dáið fólk til lífs á ný. – Lestu Prédikarann 9:5; Jóhannes 11:11, 43, 44.

Í hvaða skilningi er dauðinn eins og svefn?

Guð hefur lofað því að hinir dánu, sem eru geymdir í minni hans, fái að lifa á ný í réttlátum nýjum heimi. Þeir sem fá upprisu þurfa að sofa dauðasvefni þar til Guð gefur þeim líf á ný. Almáttugur Guð þráir að fá að beita mætti sínum svo að hinir látnu endurheimti lífið. – Lestu Jobsbók 14:14, 15.

Hvað gerist við upprisuna?

Fólk mun auðveldlega bera kennsl á sjálft sig, vini sína og ættingja þegar Guð reisir það upp. Líkami fólks rotnar að vísu en Guð getur reist sömu manneskju upp í nýjum líkama. – Lestu 1. Korintubréf 15:35, 38.

Tiltölulega fáir verða reistir upp til lífs á himni. (Opinberunarbókin 20:6) Flestir sem fá upprisu munu lifa í endurreistri paradís á jörð. Þeir fá tækifæri til að byrja upp á nýtt með það fyrir augum að lifa að eilífu. – Lestu Sálm 37:29; Postulasöguna 24:15.