Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið nýjustu tölublöð Varðturnsins vandlega? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hver er Góg í Magóg sem talað er um í bók Esekíels?

Með Góg í Magóg er ekki átt við Satan heldur virðist vera átt við bandalag þjóða sem gera tilraun til að útrýma þjónum Guðs eftir að þrengingin mikla hefst. – 15. maí, bls. 29-30.

Nefndu sex eiginleika sem geta hjálpað fólki að eldast með reisn.

Í Biblíunni erum við hvött til að vera (1) hógvær, (2) í jafnvægi, (3) jákvæð, (4) gjafmild, (5) vingjarnleg og (6) þakklát. Að sýna þessa eiginleika getur hjálpað fólki að eldast með reisn. – Júlí-ágúst, bls. 8-10.

Hvernig sýna kraftaverk Jesú að hann er örlátur?

Í brúðkaupi í Kana breytti Jesús um 380 lítrum af vatni í vín. Við annað tækifæri mettaði hann meira en 5.000 manns. (Matt. 14:14-21; Jóh. 2:6-11) Í báðum tilfellum líkti hann eftir örlæti föður síns. – 15. júní, bls. 4-5.

Verður öllum sem hafa tilheyrt falstrúarbrögðum útrýmt þegar Babýlon hinni miklu verður eytt?

Það virðist ekki vera. Í Sakaría 13:4-6 er gefið til kynna að jafnvel sumir úr prestastéttinni snúi baki við trú sinni og neiti að þeir hafi tilheyrt þessum fölsku trúarbrögðum. – 15. júlí, bls. 15-16.

Hvers vegna samþykkti Barak að berjast aðeins ef Debóra kæmi með sér?

Barak var maður með sterka trú. Hann bað ekki Jehóva um fleiri vopn heldur vildi frekar hafa fulltrúa Guðs, Debóru, með í stríðið til að styrka sig og menn sína. (Dóm. 4:6-8; 5:7) – September-október, bls. 13.

Nefndu dæmi um það sem þjónar Guðs geta hugleitt.

Til dæmis er gott að hugleiða sköpunarverk Jehóva, hversu dýrmætt innblásið orð hans er, gildi bænarinnar og lausnargjaldið, hið mikla kærleiksverk Guðs. – 15. ágúst, bls. 10-13.

Hvernig getur það haft áhrif á tilhugalífið að forðast slæman félagsskap?

Við komum ekki illa fram við þá sem eru ekki í trúnni. En það stangast á við leiðbeiningar Guðs að fara á stefnumót með einhverjum sem er ekki vígður og trúr Guði eða fer ekki eftir meginreglum hans. (1. Kor. 15:33) – 15. ágúst, bls. 25.

Hvernig missti Pétur kjarkinn, en hvað gerði hann til að styrkja trúna?

Vegna trúar sinnar gat Pétur postuli gengið á vatni í áttina að Jesú. (Matt. 14:24-32) Hann varð þó hræddur þegar hann horfði á óveðrið. En síðan leit hann aftur á Jesú og þáði hjálp hans. – 15. september, bls. 16-17.

Hvað lærum við af því að Marta skyldi leggja allan hug á að veita sem mesta þjónustu?

Marta var eitt sinn upptekin við að undirbúa stóra máltíð. Jesús sagði að systir hennar hefði valið góða hlutskiptið þar sem hún hlustaði á kennslu hans. Við þurfum að varast að láta óþarfa hluti trufla andlega dagskrá okkar. – 15. október, bls. 18-20.