VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Júní 2015

Í þessu blaði eru námsgreinar fyrir tímabilið 27. júlí til 30. ágúst 2015.

Kristur – kraftur Guðs

Kraftaverk Jesú voru ekki bara fólki til góðs sem bjó í Ísrael til forna. Þau sýna einnig fram á hvað hann gerir fyrir mannkynið í náinni framtíð.

Hann elskaði fólk

Hvernig vann Jesús kraftaverk sín og hvað segir það um hann?

Við getum verið hreinlíf

Í Biblíunni er bent á þrennt sem getur hjálpað okkur að berjast gegn siðlausum löngunum.

„Fyrst Kingsley getur það get ég það líka“

Kingsley, sem bjó á Srí Lanka, þurfti að yfirstíga miklar hindranir til að geta skilað af sér verkefni sem tók aðeins fáeinar mínútur.

Lifum í samræmi við bænina sem Jesús kenndi – fyrri hluti

Hvers vegna byrjaði Jesús þessa bæn með orðnum „faðir vor“ en ekki „faðir minn“?

Lifum í samræmi við bænina sem Jesús kenndi – síðari hluti

Þegar við biðjum Guð að gefa okkur daglegt brauð erum við að biðja um meira en bókstaflegan mat handa sjálfum okkur.

„Þolgæðis hafið þið þörf“

Rætt er um fernt sem Jehóva veitir okkur til að hjálpa okkur að halda út í prófraunum og erfiðleikum.

Manstu?

Hefurðu lesið Varðturninn undanfarna mánuði? Kannaðu hvað þú manst mikið af efninu.